Handbolti - Hörkuleikur

21.nóv.2010  10:08
Það var boðið upp á góðan handboltaleik hjá stelpunum, þegar þær tóku á móti einu besta liðið landsins Stjörnunni á laugardaginn. ÍBV liðið, sem er að taka þátt í efstu deild aftur eftir nokkura ára hlé, hefur verið að spila brokkgegnt í vetur. En í dag sýndu stelpurnar sínu bestu hliðar. 
ÍBV yfirspilaði Stjörnuna í byrjun leiks og voru mun betri. Þær náðu t.a.m. að komast 4 mörkum yfir um miðjan fyrri hálfleik. En Stjörnustelpur bitu brá sér og minnkuðu muninn, en ÍBV hélt þó 1 marks forystu í leikhléi. Stjarnan byrjaði seinni hálfleik betur og komst yfir.
 
Lokakaflinn var æsispennandi, en þá hefðu eyjastelpurnar þurft nokkrar sekúndur í viðbót til að jafna. Leikurinn endaði með naumum sigri Stjörnunnar; 25-26.
 
Með svona spilamennsku gæti ÍBV komið sér í hóp bestu liða landsins. Allar léku stelpurnar vel, sérstaklega var vörn og markvarsla góð. Heiða varði nálægt 30 skotum eða um 50% sem þykir mjög gott. Hvað þá á móti nokkrum af bestu leikmönnum landsins.
 
Þórsteina lék vel og er að komast í sitt besta form, en hún eignaðist barn fyrir einu ári síðan. Hún skoraði 5 mörk, en annars var markaskorun svona:
Ester9
Þórsteina 5
Guðbjörg5
Renata4
Lovísa1
Aníta1