Handbolti - ÍBV komið í efsta sæti

07.nóv.2010  10:04
ÍBV spilaði við ungmennalið FH í dag og endaði leikurinn 26-27 fyrir ÍBV. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og vörnin var vel með á nótunum í byrjun leiks með góðri markvörslu Kolla. FH-ingar voru þó sprækir og héldu alltaf í við okkar menn. Í seinni hálfleik jöfnuðu þeir svo og komust yfir en ÍBV kom til baka með góðri vörn og markvörslu. Í lokin vorum við með 2 marka forskot þegar tvær mínútur voru eftir..
og FH-ingar minnkuðu muninn í eitt mark. ÍBV var með boltann síðustu mínútu leiksins og héldu haus og spiluðu út leikinn. Góður útisigur á FH-U staðreynd sem gerir það að verkum að ÍBV er eitt á toppnum með 10 stig og eina taplausa liðið í deildinni.
Sigurinn í dag var sigur liðsheildarinnar og lögðu allir sitt af mörkum í þennan leik.  Vignir var öflugur í hraðaupphlaupunum og Teddi kom sterkur inn í fyrri hálfleik. Varnarlega vorum við að spila vel í 35-40 mínútur og það dugði í dag. Kolbeinn var með yfir 20 skot varin og er það vel ásættanlegt.