Yngri flokkar - Stórt mót í Eyjum um helgina

14.okt.2010  12:32
Um helgina fer fram í Vestmannaeyjum fyrsta mót 5.flokks eldra árs í handbolta. Bæði strákar og stelpur keppa og er áætlað að um 500 keppendur taki þátt. Mótið hefst kl.15:00 á föstudag og er leikið í fjórum sölum alla helgina.
Það setti strik í reikninginn að ekki verður siglt í Landeyjahöfn og því ekki hægt að ferja alla yfir í einu. En Unnur Sigmarsdóttir hefur legið yfir leikjaskipulaginu og náð að breyta því þannig að hluti hópsins klárar leiki sína á laugardag og geta því farið með fyrri ferð á sunnudag.