Handbolti - Sigur í fyrsta leik

02.okt.2010  19:19
Arnar Pétursson stjórnaði ÍBV til sigurs í fyrsta deildarleik sínum sem þjálfari. ÍBV lék gegn Selfossi U á útivelli og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Markvörðurinn ungi Haukur Jónsson kom inn á þegar 20 mín voru liðnar af leiknum og stóð sig mjög vel..
 
Haustbragur var á spilamennskunni og en líkamlegt form leikmanna íBV er gott. Greinilegt er að menn hafa verið að æfa vel í sumar.
ÍBV varð fyrir mikilli blóðtöku þegar leikmennirnir Sigurður Bragason og Andri Hreinn Friðriksson meiddust í æfingaleikjum fyrir mót. Andri sleit krossband og verður ekki með í vetur. Siggi reif vöðva í nára og ef allt fer á besta veg verður hann með eftir áramót.
Leikurinn endaði með eins marks mun