Handbolti - Stórir sigrar

20.mar.2010  18:32
Bæði karla og kvennalið ÍBV sigruðu Þrótt í dag og það nokkuð stórt. Þróttarar stóðu þó í strákunum framan af leik, enn og aftur því þetta er þriðji leikur liðana í vetur. En lokatölur í karlaleiknum voru 27-41 og stelpurnar unnu 49-29.
 
ÍBV komst fljótt í 2-3 marka forustu, vörnin var slök og Þróttarar náðu að skora auðveldlega. um miðjan fyrrihálfleik þá var bara eitt mark sem skildi liðin að, og þau skiptust á að skora þangað til að 5 mín voru eftir af fyrri hálfleik þá náði ÍBV að rífa sig frá þeim og komast í þryggja marka forustu, hálfleikstölur 15-18. í síðari hálfleik fer Haukur í markið og stendur sig vel, Kolli var ekki búinn að vera finna sitt rétta form í fyrrihálfleik. fyrstu 5-10 mín í seinnihálfleik voru ekki spes hjá okkur og við vorum bara í þessum 2-3 mörkum yfir, en svo small vörnin saman og við fórum að vinna boltann í vörninni og skora mikið af hraðaupphlaupsmörkum, og þegar 10 mín voru eftir þá vorum við komnir með þægilega forustu eitthvað um 10-12 mörk og fengu þá flestir að spreyta sig.