Handbolti - Uppselt á Herrakvöldið

18.mar.2010  21:56
Herrakvöld ÍBV verður á laugardaginn í Akoges. Mikill áhugi er hjá mönnum að mæta og hefur Viktor Ragnarsson ekki haft undan að skrá niður hópa sem ætla að mæta. Er nú staðan þannig að 150 manns hafa pantað miða, en húsið tekur 140 í sæti. Er því mikilvægt að menn sæki miðana sína niður á Rakarastofu fyrir kl 18:00 á morgun.
 
Viktor lofar góðri skemmtun, en þar mun meðal annara Eyþór Ingi Gunnlaugsson skemmta. Þykir hann bráðskemmtilegur, en hann er þekktastur fyrir að hafa sigrað í keppninni; Bandið hans Bubba.
 
Kári Fúsa sér um matinn og Palli Scheving um veislustjórn. Sem sagt skotheld skemmtun!!