Handbolti - Góður leikur hjá 2.fl strákunum

15.mar.2010  21:51
Það hafa verið mjög miklar framfarir hjá 2.flokki karla í vetur. Strákarnir hafa æft vel og er Svavar að gera úr þeim góða leikmenn. Þeir tóku á móti Stjörnunni á sunnudaginn. Fyrir leikinn var Stjarnan í þriðja sæti og við í fjórða.
Eins og í meistaraflokksleiknum daginn áður, voru eyjapeyjar klárir í leikinn. Góð barátta í vörn, Haukur í stuði í markinu og skemmtilega útfærður sóknarleikur skóp sannfærandi ÍBV-sigur.
 
ÍBV var yfir nánast allan leikinn og voru hálfleikstölur 16-13 og lokastaða 33-28.
 
Þarna eru strákar sem hafa verið að spila með mfl. en líka strákar sem hafa bætt sig mikið í vetur. Þarf ekki að kvíða næsta vetri ef þeir halda allir áfram á sömu braut.
 
Aðeins Kolbeinn gengur upp úr flokknum og svo fáum við Binna Kalla aftur til leiks en hann sleit krossband fyrr í vetur. Hann hefur verið duglegur í þreksalnum í vetur og mætir aftur helmassaður.
 
ÍBV er í þriðja sæti en stöðuna má sjá nánar hér.....