Handbolti - Sigur á Víkingum

31.jan.2010  21:58
Karlalið ÍBV vann afar sannfærandi sigur á Víkingum en liðin eru í þriðja og fjórða sæti 1. deildar Íslandsmótsins í handbolta.  Eyjamenn voru með yfirhöndina allan tímann og náðu mest átta marka forystu undir lok leiksins.  Hins vegar skoruðu Víkingar sjö mörk gegn aðeins einu marki heimamanna á lokakaflanum og lokatölur urðu 29:27 en sigur Eyjamanna aldrei í hættu.

 
Leikurinn var aðeins jafn á upphafsmínútunum en um miðjan hálfleikinn náði ÍBV góðri rispu og í hálfleik munaði fjórum mörkum, 14:10. 
 
Eyjamenn byrjuðu svo seinni hálfleikinn af miklum krafti, komust í 17:11 og litu ekki um öxl eftir það.  Þrátt fyrir nokkra yfirburði Eyjamanna, hafa þeir oft leikið betur en sigur er það sem skiptir máli.
 
Mörk ÍBV:
Vignir Stefánsson 7, Sigurður Bragason 7, Leifur Jóhannesson 5, Sindri Haraldsson 3, Bragi Magnússon 3, Sindri Ólafsson 2, Grétar Þór Eyþórsson 1, Einar Gauti Ólafsson 1.
 
Kolbeinn Arnarson varði 16 skot í marki ÍBV.