Handbolti - Töpuðu í toppslag 2 deildar

19.jan.2010  15:23

Grótta-IBV

Stelpurnar í meistarflokki héldu uppá land um helgina og spiluðu á móti Gróttu, sem eru taplausar í vetur, Stelpurnar byrjuðu mjög vel og leiddu framan af í fyrri hálfleik þá fór allt í baklás og leikmenn voru duglegir að skjóta í stöngina, og grótta seig framúr og leiddi með 5 mörkum í hálfleik 16-11 ekki mikið skorað í fyrri hálfleik. Í þeim seinni byrjuðu stelpurnar mjög vel og náðu að minnka niður í eitt mark 18-19 en síðan gerist eiginlega það sama og fyrri hálfleik, og voru þá stelpurnar að gera alltof mikið af mistökum og aftur breikkaði bilið undir lokin fóru þær síðan aftur í gang en það dugði ekki til og töpuðu þær með þriggja marka mun 34-31. Ungu stelpurnar voru að standa sig vel, og er þetta mikilvæg reynsla fyrir þær. Annars voru þær Guðbjörg G, Kristrún og Sandra að spila vel í þessum leik, og Sísí stóð fyrir sínu.
 
                            
Markaskorun var þannig:
Guðbjörg 12 mörk
Kristrún 4 mörk
Sandra 4 mörk
Hekla 3 mörk
Sísí Lára 3 mörk
Rakel 2 mörk
Aníta 2 og Lovísa 1 mark hver
Ungu stelpurnar í markinu Berglind og Vigdís stóðu fyrir sínu