Handbolti - Glatað stig

01.des.2009  14:14
Meistaraflokkur kvenna fór enga frægðarför til Hafnafjarðar um síðustu helgi, liðið spilaði þá við F.H.2 og endaði leikurinn með jafntefli 29-29. Leikurinn var frekar grófur og klárlega féllu vafasamir dómar í lokin F.H. í hag.
ÍBV-stúlkur leiddu leikinn lengi framan af og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik 18-15, í seinni hálfleik voru stelpurnar alltaf skrefi á undan og höfðu á tímabili 4 marka forystu og var  nú búist við þvi að nú myndi Ibv hrista þær af sér, en allt kom fyrir ekki slakur varnarleikur varð liðinu að falli í þessum leik og undir lok leiksins féllu margir vafasamir dómar F.H. í hag, Mikið var um pústra í þessum leik og lentu tvær stúlkur frá okkur uppá spítala eftir leik, Kristrún fékk heilahristing og Gígja tognaði á ökkla.  Vigdís Sigurðardóttir var svo sannarlega að standa fyrir sínu í markinu en hún hefur sko greinilega engu gleymt, Guðbjörg skilaði sínu, einnig voru þær Kristrún, Aníta og Hekla góðar. Markaskorar:
Guðbjörg 11 /5
Aníta 4/1
Hekla 4/1
Anna María 5
Rakel 2
Kristrún, Gígja, og Lovísa 1 mark hver
 
Það býr miklu meira í þessu liði en það hefur sýnt hingað til og bíðum við nú spennt eftir því að stelpurnar fari að springa út. Næsti leikur liðsins er á móti H.K. í Rvk um næstu helgi