Handbolti - "Ég spái því að þeir tapi ekki fleiri leikjum á heimavelli."

16.nóv.2009  19:06
Sebastian hrósar heimavelli ÍBV í viðtali á heimasíðu Selfoss-liðsins. Hann segir: "Það er gaman að spila í Eyjum og hvað þá vinna. Það er svo erfitt að spila þarna og hvað þá halda forystu.
Ég er fullyrði það að Víkingur eða Afturelding eða bæði lið eiga eftir að tapa hérna. Þetta er lang erfiðasta umhverfi sem hægt er að spila í á landinu. Mikið af fólki alveg ofan í þér og ofboðslega mikil stemmning gegn þér. Allir að fara á taugum nema leikmenn ÍBV sem elska þetta umhverfi eðlilega. Ég finn til með Eyjamönnum og veit hvernig þeim líður eftir þetta tap því að við vorum í sömu stöðu á þriðjudaginn. Með unnin leik í lokin, en missa það frá sér í dramatískt tap. Ég spái því að þeir tapi ekki fleiri leikjum á heimavelli."