Handbolti - Duglegir leikmenn

10.nóv.2009  22:10
Handknattleiksráð ákvað að fara í mikið aðhald í rekstri til að ná niður skuldum ráðsins. Við höfðum upplifað frábæran tíma í handboltanum þar sem bæði karla og sérstaklega kvennaliðið náðu frábærum árangri. Þetta kemur niður á þeim sem leika fyrir ÍBV í dag. Enginn leikmaður ÍBV í handbolta fær greitt fyrir að leika fyrir félagið.
En leikmennirnir eru meðvirkir í því verkefni að borga niður skuldir. Flestir þeirra eru í Krókódílunum, sem er stuðningsklúbbur ÍBV í handbolta. Þannig að það má segja að þeir borga sig inn á leikina sem þeir spila.
 
Þeir eru einnig duglegir í fjáröflunum fyrir félagið. Nú síðast unnu strákarnir við að skelflétta humar fyrir Vinnslustöðina.