Handbolti - Fokking Fokk

07.nóv.2009  18:39
ÍBV gleymdi hugarfarinu heima þegar við fórum til Reykjavíkur að leika gegn Víkingum. Bæði karla og kvennaliðið steinlágu og var fátt um fína drætti í spilamennsku ÍBV.
Karlaliðið tapaði 33-23. Þeir voru slegnir út af laginu strax í byrjun. Eða réttara sagt sáu þeir um það sjálfir, því að ÍBV átti 17 feilsendingar í fyrri hálfleik og alls 24 í leiknum. Það gaf Víkingum hraðaupphlaup og skoruðu þeir 11 mörk þannig. Einnig fóru menn illa með dauðafærin, sérstaklega úr hornunum. Arnar var að leika ágætlega, en hann fékk rautt spjald á 40.mín. fyrir brot. Þungur dómur að mati manna sem sáu til.
 
Kvennaliðið lék síðan og sorgarsagan hélt áfram. ÍBV tapaði 37-24. Það var eins og eitthvert andleysi væri yfir Eyjafólki í dag. Reyndar vantaði Guðbjörgu og Elísu og munar um minna. En það jákvæða var markvarslan, en Vigdís Sigurðardóttir lék með ÍBV og er í fínu formi.
 
Þjálfararnir Svavar og Unnur voru niðurbrotinn þegar við töluðum við þau eftir leik. Þau lofa betri leikjum um næstu helgi. Þá mæta stelpurnar Aftureldingu/Fjölni og strákarnir leika gegn Selfossi, báðir leikirnir heima. Selfoss er taplaust í öðru sæti og sigur á þeim væri mikilvægur í baráttunni um Úrvalsdeildarsæti.