Handbolti - Öruggur sigur í fyrsta leik

31.okt.2009  15:56
ÍBV stelpurnar léku sinn fyrsta leik í 2.deildinni þennan veturinn þegar þær mættu Þrótti heima í dag. Það mátti sjá á skotnýtingunni fyrstu mínúturnar að þetta var fyrsti leikur tímabilsins og var staðan til að mynda 5-3 eftir fimmtán mín. En þá fundu eyjastelpurnar fjölina og breyttu stöðunni í 15-5. Hálfleikstölur voru 16-8. Leikurinn endaði síðan með öruggum ÍBV sigri 37-22.
Stelpurnar okkar hafa æft vel og var hver einasta í hópnum er í góðu formi. Markvarslan var fín, en Birna Þórsdóttir sem æfir í Rvk varði vel. Þá kom hin unga Berglind Sigurðardóttir inn á og byrjaði strax á að verja vítakast. Erfitt er að taka einhverjar stelpur út og hrósa sérstaklega, því allt liðið lék vel.
Það má hrósa Þróttar-stelpum fyrir leikinn, en þær lögðu á sig Herjólfsferð í gær. Þær gista í tvær nætur í Eyjum.
Hekla Hannesdóttir skoraði flest mörk fyrir ÍBV alls 8.Anna María Halldórsdóttir skoraði 7 gullfalleg  mörk, flest komu eftir þrumuskot. Elísa var mjög frísk og er í fanta góðu formi. Hún gerði 6 mörk eins og Aníta Elíasdóttir. Gamla brýnið Guðbjörg Guðmannsdóttir er komin aftur heim og lék mjög vel, smitaði út frá sér leikgleði og baráttuanda. Hún gerði 5 mörk.  
Mörk ÍBV:
Hekla 8
Anna M7
Aníta6
Elísa6
Guðjörg5
Kristrún2
Rakel 1
Gígja1
Sandra 1