Handbolti - Öruggur ÍBV sigur

24.okt.2009  15:39
ÍBV-strákarnir léku í dag gegn Fjölni í Grafarvogi og unnu sannfærandi sigur 26-40.
 
"Þetta var strögl fyrstu 10 mínúturnar og Fjölnir var með tveggja marka forskot um tíma, en svo hristum við þá af okkur."sagði Jói Grettis fararstjóri.
Staðan í hálfleik var 11-23 ÍBV í vil og endaði eins og áður sagði með 14 marka sigri.
 
Allir leikmenn ÍBV spiluðu með í leiknum og var Anton Örn Björnsson að leika sinn fyrsta leik og gerði 2 mörk. Óttar Steingrímsson lék vel og gerði 3 mörk, en það var liðsheildin sem skóp sigurinn eins og í ÍR-leiknum. Leikurinn var ákaflega prúðmannlega leikinn, aðeins ein brottvísun sem Fjölnismenn fengu. Engin leikmaður ÍBV var rekin af velli og aðeins fengu tveir þeirra áminningu. ÍBV er þar með komið í 2.sæti deildarinnar.
 
Mörk ÍBV:
 
Sigurður9
Grétar5
Arnar5
Ingólfur5
Leifur4
Davíð4
Óttar3
Anton2
Bragi1
Sindri Ó1
Pálmi1