Handbolti - Krókódílarnir búnir aðgefa 10.000.000 kr.

28.mar.2009  17:36
Á fimmtudaginn afhentu Krókódílarnir handknattleiksráði ÍBV styrk.
Krókódílarnir er stuðningshópur handboltans í Vestmannaeyjum og greiða
félagar félagsgjöld sem renna til handknattleiksráðs. Einnig afhentu
Krókódílarnir handknattleiksráði ávísun að upphæð 10 milljónir króna. Það er
sú upphæð sem Krókódílarnir hafa lagt til síðustu fjögur ár.

Á fundinum kom fram að þótt gengi handboltans í Eyjum hafi oft verið betra
þá hefði reksturinn líklega aldrei gengið betur. Handknattleiksdeild ÍBV
væri að greiða niður skuldir og verður áfram unnið á þeirri braut.

Styrkurinn sem Krókódílarnir afhentu nú með formlegum hætti er eingöngu það
sem safnast hefur með félagsgjöldunum. En einnig hafur félagsskapurinn
hjálpað til með öðrum fjáröflunum. Meðlimum hafi, þrátt fyrir allt, ekki
fækkað þrátt fyrir að árangur á vellinum hafi verið minni en undanfarin ár.
Allir leggjast á árarnar og sigla í gegnum þær mótbárur sem við erum að fara
í gegnum um þessar mundir. Það er mikilvægur hlekkur í uppbyggingarstarfi
handboltans í Eyjum að eiga bakhjarla eins og Krókódílana.