Handbolti - Atli út í atvinnumennsku.

30.nóv.2008  19:56
Atli Heimisson framherji ÍBV hefur gert þriggja ára samning við norska 2.deildarliðið Asker. Atli, sem var valinn bestur í 1 deildinni í sumar æfði með Asker á dögunum og skoðaði aðstæður hjá félaginu. Hann mun halda utan í byrjun janúar og hefja æfingar með norska liðinu. Hann fór einnig til Haugasund á reynslu fyrr í mánuðinum og þótti standa sig vel þar en þjálfaraskipti urðu hjá liðinu daginn eftir að Atli hélt heim og því varð ekkert úr því að hann færi þangað. Atli fékk tilboð erlendis eftir síðasta tímabil en ákvað þá að vera amk eitt ár til viðbótar hjá ÍBV. Í ár eru aðstæður aðrar og erfitt að hafna góðum tilboðum erlendis frá. Þessi 21 árs gamli framherji átti góða leiktíð með ÍBV í 1. deildinni í sumar, var markahæsti leikmaður ÍBV og næstmarkahæstur í deildinni. Atli var einnig markahæsti leikmaður ÍBV í fyrra. Skarð Atla verður vandfyllt og þessa sómapilts verður sárt saknað hér í Eyjum. ÍBV óskar Atla til hamingju með þennan nýja samning og óskar honum velgegni hjá nýju félagi og í framtíðinni.