Handbolti - Stórleikur á laugardaginn

15.okt.2008  21:17

Strákarnir leika gegn Selfossi hér í Eyjum á laugardaginn kl 14:00. Má búast við hörkuleik eins og alltaf þegar þessi félög mætast. Selfoss er í efsta sæti með 6 stig, en ÍBV er með 4 stig.

Að gefnu tilefni, þar sem mikið hefur verið rætt um rekstur íþróttafélaganna nú í kreppunni, langar okkur að koma því fram að enginn leikmaður, hvorki í karla né kvennaliði ÍBV í handbolta fær greitt fyrir að leika með ÍBV. Allir leika með ÍBV af því að þeim langar það og hafa sýnt það í leikjum. Gaman hefur verið að sjá hve margir áhorfendur hafa verið á leikjum og stemmningin góð.

Stelpurnar hefja keppni á sunnudag með útileik gegn Víkingi. Fyrsti heimaleikur þeirra er laugardaginn 8.nóv kl 17:00 gegn Völsungi.

Krókódílarnir eru stuðningsmannaklúbbur ÍBV í handbolta. Meðlimir fá árskort sem gildir á alla leiki karla og kvenna. Þeir sem vilja ganga í Krókódílana skulu hafa samband við Sigga Más í Nýja Glitni.