Handbolti - Glæsilegu handboltamóti lokið

05.maí.2008  23:32

Nú um helgina fór fram 5. og jafnframt síðasta mót vetrarins hjá 6.flokki kvenna í handbolta hér í Vestmannaeyjum. Alls tóku þátt um 450 stelpur þátt í mótinu ,sem fór vel fram. Í A-liðum sigraði ÍR en Framstúlkur urðu í öðru sæti. Í B-liðum unnu einnig ÍR stúlkur og ÍBV varð í öðru sæti. Í C-liðum unnu Eyjastúlkur og varð ÍR1 í öðru sæti.
Í heildarkeppni Íslandsmótsins varð ÍR Íslandsmeistari og Fram í öðru sæti. Í B-liðum var það ÍR sem vann og ÍBV í öðru sæti. Í C-liðum varð það ÍBV sem vann Íslandsmeistaratitilinn og ÍR1 varð í öðru sæti.

Við óskum þjálfurum liðsins, þeim frændsystkynum Ólöfu Aðalheiði Elíasdóttur og Hilmari Ágústi Björnssyni, og leikmönnum til hamingju með frábæran árangur í vetur.
Einnig langar félagið að koma á framfæri þakkæti til allra þeirra fjölmörgu, sem aðstoðuðu við framkvæmd mótsins hér í Eyjum. Mótsstjórar voru þær Hafdís Hannesdóttir og Eva Káradóttir.

Látum hér fljóta með ummæli þjálfara Hauka " Sæll Friðbjörn, þakka sömuleiðis fyrir okkur, þið klikkið aldrei, það var allt til fyrirmyndar að vanda. Kær kveðja, Pétur Vilberg".

Sérstakar kveðjur sendum við þátttakendum ofan af landi. Samdóma álit allra, sem komu að framkvæmd mótsins er, að hér voru frábærir hópar á ferð.