Handbolti - Sigur á Valsmönnum í fyrsta æfingaleik.

31.mar.2008  16:39

ÍBV sigraði Íslandsmeistara Vals í fyrsta æfingaleik liðsins í Tyrklandi. Leiknum endaði með 1-0 sigri ÍBV og skoraði Bjarni Rúnar Einarsson markið í fyrri hálfleik.

Sigurinn var þó dýrkeyptur því báðir Brasilíumennirnir meiddust og verða að öllum líkindum frá í nokkurn tíma, amk taka þeir ekki meira þátt í æfingaferðinni. Alexandre tognaði aftan í læri og Italo í nára. Meiðslalistinn er því nokkuð langur hjá liðinu því Yngvi Borgþórsson (fótbrot), Kristinn Baldursson (fótbrot) og Gauti Þorvarðarson (handarbrot) eru allir að koma til baka í rólegheitum og taka því takmarkaðan þátt í æfingum liðsins. Þess má einnig geta að Kristján Georgsson er að jafna sig eftir vægan sólbruna en þeir vinir Kristján og Yngvi eru illa hannaðir fyrir mikinn hita og sól.