Handbolti - Tap í Mosfellsbænum

25.feb.2008  11:48

Í gær, sunnudag, tók Afturelding á móti ÍBV. Þarna voru botnliðin tvö að mætast og því mátti búast við hörkuleik. Heimamenn í Aftureldingu náðu undirtökunum snemma leiks. Með góðri markvörslu og öflugri vörn byggðu þeir upp forskot og leiddu 18-14 í hálfleik. Að sama skapi náðu okkar menn ekki að finna taktinn í vörnin og markvarslan var lítil sem engin. Sergey Trotsenko lét mest að sér kveða af okkar mönnum í fyrri hálfleik með 6 mörk.
Eyjamenn komu vel stemmdir til leik í síðari hálfleik og náðu að minnka forskotið niður í eitt mark, 20-19, eftir 10 mín. leik. Vörnin var mun betri og Kolbeinn tók nokkra bolta

Þjálfari Aftureldingar tók þá leikhlé sem hafði góð áhrif á hans menn sem juku forskotið á nýjan leik upp í fimm mörk ,26-21, og lögðu grunninn að sigri sínum. Á þessum kafla voru okkar menn að klúðra nokkrum dýrkeyptum dauðafærum og voru óskynsamir í sóknaraðgerðum.

Okkar menn náðu að klóra aðeins í bakkann undir lokin, lokatölur 28-25.
Markaskorar ÍBV: Sergey Trotsenko 9 mörk, Sigurður Bragason 7, Zilvinas Grieze 3, Leifur Jóhannesson 2, Grétar Þór Eyþórsson 2, Sindri Haraldsson 1 og Nikolaj Kulikov 1. Kolbeinn Arnarsson varði 13 skot og Friðrik Sigmarsson 1 skot.

Pálmi Harðar skrifar úr borg óttans.