Handbolti - Nóg að gera um helgina

08.nóv.2007  11:45

Nóg er að gerast þessa helgi eins og aðrar í handboltanum í vetur.

Á laugardaginn fer Svavar með 4. flokk kvenna A og B lið til Reykjavíkur, A liðið spilar á móti Fjölni kl. 14.30 í Seljaskóla og B-liðið 16.00 á móti HK í Digranesi á laugardaginn. Á sunnudaginn spilar A liðið við Fram í Framhúsinu klukkan 11.00 og B liðið við ÍR í Austurbergi kl. 12.30. Þetta eru fyrstu leikirnir hjá A liði en B liðið spilaði síðustu helgi og töpaði á móti mjög sterku liði Störnunar.

Unglingaflokkur kvenna fer til Reykjavíkur á laugardaginn og spilar á móti Fram í Framhúsinu klukkan 11.30. Eyjatelpur hafa spilað einn leik og var hann á móti Fylki, endaði sá leikur 23-12 eftir að staðan í hálfleik var 9-7.

Unglingaflokkur karla á leik á móti Hetti hér í Eyjum á laugardaginn klukkan 15.00. Unglingaflokkur hefur byrjað mótið mjög vel og eru með fullt hús eftir 3 leiki. Höttur er í 5 sæti en hefur en ekki spilað leik.

4.flokkur karla á leik hér heima á móti Fylki kl. 17.00 á laugardaginn. Strákarnir eru í 4.sæti hafa unnið 1 leik en tapað einum.

2.flokkur karla á leik á sunnudaginn klukkan 12.00 á móti Stjörnunni í Mýrinni. Eyjamenn eru með 6 stig eftir 4 leiki, hafa unnið 3. leiki á móti slöku liði Fjölnis og tapað á móti Stjörnunni.