Handbolti - Elísa og Heiða í U 17 landsliðshóp

21.maí.2007  15:45
Þær stöllur Heiða Ingólfsdóttir og Elísa Viðarsdóttir úr Íslandsmeistarahópi ÍBV í 4. flokki, hafa verið valdar í 18 stúlkna æfingahóp fyrir Olympíuleika æskunnar, sem háðir verða í Serbíu seinni hluta júlímánaðar. Væntanlega munu þær vinkonurnar verða með liðinu í þeirri för, ef ekkert óvænt kemur uppá. Þess má geta, að bæði Elísa og Heiða eru aðeins sextán ára á þessu ári. Sannarlega framtíðarhandboltakonur þar á ferð.