Handbolti - Félagsgjöld ÍBV Íþróttafélags

21.apr.2007  19:25

Nú er hafin útsending á félagsgjöldum ÍBV. Eftir helgi verða póstlögð bréf til rúmlega 1500 núverandi og tilvonandi stuðningsmanna félagsins. Bréfið er hvatning til áhugafólks um stuðning við félagið og einnig fylgir bílrúðumerki með merki félagsins. Vonandi sjá flestir sér mögulegt að hjálpa félaginu og greiða félagsgjaldið. Hinir, sem ekki vilja vera með eru beðnir velvirðingar á hugsanlegum óþægindum.

Með kveðju Aðalstjórn ÍBV Íþróttafélags.