Handbolti - Krappur dans í Safamýri

12.apr.2007  09:18
Framarar sigruðu ÍBV stelpurnar í gærkvöld í hörkuleik 30-27. ÍBV var þremur mörkum yfir í hálfleik. Sem fyrr var það skortur á breidd, sem háði okkar liði. Það er sorglegt að sjá, þegar allir leikmenn leggja sig 100 prósent í leikinn, að ná ekki að klára leiki vegna mannfæðar. Allt ÍBV liðið á hrós skilið fyrir frammistöðuna gegn skemmtilegu Framliði, þó ekki hafi náðst að innbyrða sigur að þessu sinni.