Handbolti - ÍBV-FH á morgun

30.mar.2007  10:49
Næst síðasti heimaleikur kvennaliðs ÍBV í handbolta er á morgun laugardag. og hefst kl. 14.00 í stað 16.00 eins og upphaflega var áætlað. Síðast unnu stelpurnar Akureyri, þær hafa fullan hug á að endurtaka leikinn og sigra Hafnarfjarðarliðið á morgun. Þess má geta, að Ingibjörg Jónsdóttir Ásverji mætir til leiks á morgun. Við hvetjum alla stuðningsmenn liðsins til að mæta og styðja stelpurnar í baráttunni, áfram ÍBV.