Handbolti - Frestun á leikjum ÍBV i handbolta - kvenna leikurinn kl. 12.45 á sunnudag

24.mar.2007  17:37

Nú er orðið ljóst hvenær leikirnir verða hjá báðum meistaraflokkunum okkar í handbolta. Leikurinn hjá meistaraflokki kvenna verður á morgun kl. 12.45 í Íþróttahúsinu og er leikurinn gegn Akureyri. Strax í kjölfarið verður leikur hjá unglingaflokkum liðanna.

Meistarflokkur karla í handbolta átti einnig að spila í dag gegn FH en okkar peyjar komust ekki upp á land. Hefur leikurinn verið settur á á mánudaginn og er kl. 18.00 í Kaplakrika. Með sigri á geta þeir tryggt sér sæti í efstu deild á næsta tímabili.

Við hvetjum auðvitað alla til að mæta á leikina, bæði hér heima og í Kaplakrika.