Handbolti - Stórleikur, ÍBV-Haukar í kvöld.

20.mar.2007  08:47

Nýbakaðir bikarmeistarar Haukastelpna koma í heimsókn í kvöld. ÍBV stúlkur, sem hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu, munu eflaust velgja bikarmeisturunum undir uggum. ÍBV stelpur átttu góða fyrri hálfleiki á móti bæði Val og Gróttu í síðustu leikjum. Spennandi verður að sjá hvort okkar stelpum tekst að halda út og sigra Haukana í kvöld.

Um síðustu helgi léku bæði kvenna- og karlaliðin gegn Gróttu á útivelli. 'IBV stelpur höfðu frumkvæði í f.h. en sprungu á limminu eftir hlé og töpuðu með átta marka mun. Leikurinn var spegilmynd af Valsleiknum fyrr í vikunni.

Karlaliðið hins vegar lék alls oddi og var í engum vandræðum með Gróttustráka. ÍBV sigraði 35-28. Strákarnir standa mjög vel að vígi í 1. deildinni. Næsti leikur er hreinn úrslitaleikur gegn FH á útivelli, um sæti í Úrvalsdeildinni næsta vetur.