Handbolti - 3.mót 5.flokks kvenna í handbolta

06.feb.2007  11:46

5. flokkur kvenna fór á sitt 3. mót helgina 26.-28. janúar. Árangur liðsins var mjög góður og stelpurnar hafa bætt sig mikið frá síðasta móti.

A-liðið spilaði um 5.-6. sæti og lenti í því 6. eftir naumt tap. Stelpunum gekk mjög vel í riðlinum og unnu þar fjóra leiki en töpuðum tveimur. Það var sérstaklega gaman að sjá hversu miklar framfarir hafa orðið á leik liðsins frá síðasta móti.

B-liðið lenti í 4. sæti eftir að hafa tapað á móti Fram í leik um 3. sætið. Í riðlinum vann liðið alla leiki sína mjög stórt en tapaði svo fyrir Gróttu í undanúrslitum og svo fyrir Fram um 3. sæti, eins og áður segir.

Þjálfarar liðsins eru mjög ánægðir með árangurinn og eins og áður segir hafa orðið miklar framfarir á leik beggja liða.