Handbolti - Íslandsmót hjá 6.flokki kvenna í handbolta

02.feb.2007  09:44

Helgina 19. - 21. janúar fór fram 2. umferð í Íslandsmóti í 6.flokki kvenna. Alls tóku 17 félög þátt í mótinu með 38 lið.

ÍBV sendi þrjú lið í mótið, A, B og C-lið og stóðu þau sig mjög vel. Alls spiluðu liðin 20 leiki á tveim dögum. C-liðið spilaði um 3. - 4.sæti við Fylki og tapaði í mjög spennandi leik 3-2. Í A-liðum var spilað í þremur riðlum og fóru þrjú lið áfram í milliriðla og síðan var spilað um sæti. A-lið ÍBV fór áfram í milliriðla og endaði í 7. sæti. B-liðið stóð seg með prýði, spilaði sex leiki í riðlinum, enduðu í 8. - 9. sæti.