Handbolti - Trú, þor og samstöðu til góðra verka

03.okt.2006  02:13

Er ég set þessa punkta á blað fer þar maður sem er lúinn og þreyttur á sál og líkama eins og við flest í þessu geðveika þjóðfélagi. Ástæða þessa skrifa er að mér finnst við í handknattleiksráði hafa orðið fyrir óréttmætri gagnrýni af hálfu nokkra aðila sem við virðum og metum mikils og elska og dýrka handbolta eins og við.

Á þeim tíma sem ég hefa starfað í handboltanum hefur bakið mitt breikað og bumban stækað. Þar sem því miður er það orðið svo að því miður er ekki hægt að gera öllum til geðs við rekstur deildarinnar. Ég virði skoðanir fólks og tel að fólk hafi rétt á þeim en oft á tíðum veljum við fólk eða fólk er dregið í eitthvað til að bera ábyrgð og þá verðum við að treysta því til að gera það eftir því sem það telur best með hagsmuni deildarinnar að leiðarljósi.

Í kvöld heyrði ég sögu að manni sem ég met mjög mikils sem hafði því miður ekki sama álit á mér eða því starfi sem ég var að inna af hendi. Allt í góðu en ég hefði metið það meir ef þessi maður hefði haft samband við mig eins og hann gerði fyrr í sumar. Í kvöld hitti ég upp í íþróttahúsi eina vinkonu mínu frá fyrverandi vinnustað mínum sem spurði mig beint út í persónlegt mál sem ég er að ganga í gegnum og almanna rómur er að tjá sig um. Ég sagði henni að sá rómur væri sannur. Ég virti það að hún gengi til mín og spurði mig út í þetta í stað þess að ala enn frekar á almanna rómi án þess að vita hvort sannur væri.

En snúum okkur aftur að ágæta manninum sem ég hef alla tíð virt mikils og þeim áhyggjum sem hann hefur. Áhyggjur hans snúast að því að ekki sé nóg lagt til karla handboltans og að ég hefði engan áhuga á því starfi og það væri skammarlegt hvernig ég væri að reka deildina og hugsaði bara um kvennahandboltann. En til að skýra mín sjónarmið og okkar sem starfa í deildinni þá vill ég t.d. koma nokkrum punktum á framfæri.

Það var um mitt sumar 2004 er rætt var við mig að sameina handknattleiksdeildir karla og kvenna og að ég tæki að mér formennsku. Ég sá þar fyrir mér að þar gæti handbolta áhugafólk snúið bökum saman til hagsbóta fyrir handboltann í Eyjum. Að auki var okkur síðan lofað að aðalstjórn mundi koma með launaðan starfsmann í starfið. Þarna sá ég fyrir mér að það gæti verið forsenda fyrir því að fólk gæti starfað í þessu án þess að vera geðveikt og væri því mjög gott til framtíðar. Því miður var þetta síðan svikið stuttu síðar. Veturinn á undan 2003/2004 hafði ekki verið burðugur í boltanum þar sem þeim sem þá stjórnuðu gekk erfiðlega að fá fólk til starfa og árangurinn var að liðið spilaði í neðri deildinni.

Veturinn 2004/2005 var ákveðið að reyna að styrkja liðið og var góður hugur í flestu fólki er kom að málefnum handboltans í Eyjum. Því miður voru fjárfestingar undirritaðs í útlendingamálum ekki burðugar og þurfti að taka erfiðar ákvarðanir með að senda erlenda leikmenn heim sem ekki stóðu undir væntingum og mörg önnur erfið mál þurfti að taka á. Þarna átti undirritaður í nokkrum erfiðleikum í sínu persónulega lífi en sem betur fer átti ég gott fólk að sem studdi vel við bakið á mér og það tókst að vinna úr mínum málum í bili að minnsta kosti. Við leituðum mikið að leikmönnum og ákváðum loks að taka áhættu með að taka mjög dýran leikmann á þeim tíma sem var sjálfur Tite sem átti eftir að verða gullmoli fyrir okkur. Við sem elskuðum handboltann í Eyjum lögðum mikið á okkar starf í karlaboltanum þennan vetur og til að mynda spiluðu með okkur 5 erlendir leikmenn þetta tímabil auk íslenskra sem og eyjapeyja sem voru á launuðum samningum. Árangurinn lét ekki á sér standa og var sá besti í sögu karlahandboltans fyrr og síðar. Þetta ár var rekstur karlaliðsins dýrari enn nokkru sinni fyrr en með stuðningi öflugra og dyggra stuðningsmanna tókst að halda fjárhagnum í þokalegu horfi. Undir lok tímabilsins var mikið reynt af hálfu stjórnar og dyggra stuðningsmanna til margra ára að halda helstu stjörnum liðsins en því miður tókst það ekki.

Veturinn 2005/2006 lögðum við einnig upp með að reyna að vera með öfluggt lið. Fengum til okkur leikmenn ofan að landi sem voru farnir að banka á dyrnar í A-landsliðinu auk þess sem við fengum til liðs við okkur 4 erlenda leikmenn sem við vonuðum að gætu styrkt okkur. Að auki var gengið til launaða samaninga við nokkra Eyjamenn. Við settum markið hátt og nutum til þess fullþingis dyggra stuðningsmanna karlaboltans sem ætluðu að styðja við okkur bakið fjárhagslega til að brúa það bil í launagreiðslum sem við treystum okkur ekki út í. Ekki gekk vel síðasta vetur og leikmaður vildi yfirgefa liðið og við leituðum logandi ljósi í allan vetur að leikmönnum til að styrkja liðið allt þar til öll von var úti. Við vorum t.d. inn í Týsheimili fram eftir nóttu á síðasta degi félaskiptagluggans til að fá öflugan liðstyrk en þrátt fyrir vilja tókst ekki að landa þeim leikmanni. Þessi vetur var án efa sá dýrasti í sögu karlahandboltans í Eyjum en því miður var árangur ekki í samræmi við það og því þar liðið að spila í neðri deildinni í ár. Þar má að sjálfsögðu líta til stjórnar með þá niðurstöðu og við tökum henni og biðjum Eyjamenn afsökunnar á henni.

Veturinn 2006/2007:, komandi vetur, verður ekki dýr miðað við þá tvo fyrri en samt sennilega mjög svipaður og veturinn 2003/2004. Ætlunin er að nota hann til að byggja upp til framtíðar en samt sem áður vera með það öflugt lið að það komist upp. Gengið var frá samningum við fjölda heimastráka og ráðin að við teljum góður þjálfari í verkefnið. Síðan höfum við verið að skoða að fá erlenda unga leikmenn til að stykja hópinn enn frekar með næstu ár í huga og ætti niðurstaða að koma í það mál í vikunni.

Ég tel að undirritaður og stjórn handknattleiksdeildar hafi þennan tíma sem ég hef komið að málefnum karlahandboltans lagt sig í metnað að hafa öflugt og gott karlalið sem og kvennalið. Því miður er kemur að kvennaliðinu sem og karlaliðinu oft ekki nógu vel hugsað um peninginn heldur drauminn um góðan árangur. Undirritaður tekur á sig þann löst. Kvennaliðið hefur kostað sitt sem og karlaliðið þar sem við höfum viljað og reynt að berjast við bestu lið landsins. Stundum hefur það tekist og stundum ekki.

Ég man t.d. er kvennaliðið tók eitt árið þátt í Evrópukeppninni og vann lið frá Búlgaríu með miklum mun og í seinni leiknum ákvað þjálfarinn að láta ungu Eyjastelpurnar spila og fá reynslu og njóta þess að spila í Evrópukeppni. Við þetta að við skildum ekki vinna seinni leikinn þá gengu nokkrir áhorfendur út og sögðust aldrei oftar mæta á leiki hjá stúlkunum. Það er oft erfitt að gera öllum til geðs. Við erum annaðhvort of góð, of léleg, of margir útlendingar eða of fáir. En getur þetta stundum verið það að við Eyjamenn þurfum ávallt að vera á móti einhverju og geta ekki staðið saman eins og maður hélt að við værum þekkt fyrir.

Ég ætla ekki að hygla mér né öðrum í ráðinu en ég veit að það fólk sem starfar í handboltanum nú hefur lagt fjármuni og alla sína sál og orku til hagsbóta fyrir handboltann í Eyjum samkvæmt sinni sannfæringu. Það er ekki bara fólkið sem kemur að daglegum rekstri handbotlans heldur við öll sem elskum handboltann. Ég og fleirri þurfum samt sem áður einnig að muna að við höfum mismunandi smekk og það ber að virða og það vona ég að ég geri nú og um ókomna framtíð. En samt sem áður verðum við þá að ræða hlutina við hvort annað í stað þess að vera með sleggjudóma.

E.t.v þurfum við Eyjamenn einnig að fara skoða okkar íþróttastefnu með opinskáum hætti og móta hana til framtíðar. Þannig að hún nýtist okkar ungu kynslóð sem best.

Í þessari málsgrein get ég sagt við ykkur "handboltaóvini (þau ykkur sem kunna ekki við mig)" mína að mér þykir vænt um ykkur. Ég var sár og kvektur en mér þykir virkilega vænt um ykkur og ég vona að við getum breytt neikvæðum hugsunum í jákvæða hugsun handboltanum og Eyjunum til heilla.

Ég og handknattleiksráð munum nú sem ávallt reyna að reka handknattleiksdeildina þannig að karla- sem og kvennaliðið muni geta staðið sig vel í þeim keppnum sem þau taka þátt í. Við munum einnig leggja okkar sál og líkama í okkar starf hvort sem það snýr að stúlkum eða drengjum. Við getum einnig ávallt skipt um lið í brúnni og munum að ávallt er gott að fá inn nýtt fólk til að leiða vagninn á nokkra ára fresti. Vagninn getur verið ykkar ef þið viljið.

Ég veit að við Eyjamenn erum gott fólk og innst inni viljum við öllum vel. Ég tel að við höfum á undanförnum árum verið að breytast úr bæjarfélagi og bæjarbúum sem höfðu trú, þor og samstöðu til góðra verka og gátu stutt við bakið á hvort öðru í blíðu sem stríðu, í bæjarfélag sem er sundrað og fullt af ósamstíga og neikvæðum áherslum.

Ef við bara myndum faðmast meir og kyssast þá held ég að lífið væri mikið betra. Munum að það er einnig oft gott að gráta og við þurfum ekki að vera feimin við það. Munum hve fjölskyldan er okkur mikilvæg, vinirnir, kunningjarnir, vinnufélagar sem og allir Eyjamenn er við getum gefið af okkur til hvors annars. Munum að okkur líður ekki ávallt vel og við þurfum ekki að vera feimin að viðurkenna það. Ég get t.d. sagt að mér líður ekki vel í dag en ég vona að á morgun komi nýr og bjartari dagur fyrir mig og okkur öll hin.

Kveðja,

Hlynur Sigmarsson