Handbolti - Bryggjudagur Esso og ÍBV

20.júl.2006  10:43

Á Friðarhafnarbryggju fyrir framan Skýlið á laugardaginn

Á laugardaginn 22. júlí verður haldinn Bryggjudagur Esso og ÍBV. Það hefur verið góð stemming á deginum undanfarin ár og engin ástæða til að ætla að annað verði á laugardaginn. Nú verður hann haldinn við Friðarhafnarbryggju fyrir framan Skýlið og fyrir neðan Ísfélagið. Skemmtunin hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00.

Það verður fín dagskrá eins og undanfarin ár, en m.a. verður selt þar fiskmeti á mjög hagstæðu verði, gestum gefst kostur á að smakka frítt á fiskisúpunni okkar, kaffihúsastemming verður einnig, leikir fyrir börnin, óvæntur glaðningur fyrir yngstu kynslóðina og Stjóstangveiðmót ÍBV og Sjóve og margt fleirra.

Þannig að það ætti engum að leiðast og því hvetjum við alla til að mæta og gera sér glaðan dag sem og versla ljúft fiskmeti á mjög hagstæðu verði.