Handbolti - Takk fyrir ánægjulegt samstarf

10.jún.2006  08:33

Nú er Bergur Elías Ágústsson að láta að störfum sem bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Við í handknattleiksdeild viljum við það tækifæri þakka honum kærlega fyrir ánægjulegt samstarf á undanförnum árum og óska honum velfarnaðar á nýjum vetfangi.

Við vonum að við Eyjamenn verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að njóta samvista við hans fjölskyldu hér til frambúðar enda Bergur Eyjamaður mikill.

Það er því von okkar að bæjarfélagið og fyrirtæki Eyjanna noti tækifærið og hugi vel að því hvort að Bergur sé ekki rétti maðurinn til starfa hjá þeim. Þar sem þar fer einn af betri sonum Eyjanna sem hefur gott orð á sér sem starfsmaður, með mikla menntun og reynslu í sjávarútvegi, sem er jú vagga Eyjanna, og í stjórnun.

Við vonum því að Bergur og hans fjölskylda verði hér til frambúðar og að hann hjálpi okkur að gera okkar fögru og góðu Eyju enn betri. Takk fyrir okkur Bergur.

Um leið viljum við óska Elliða Vignissyni til hamingju með það að verða næsti bæjarstjóri okkar Eyjamanna. Við vitum að þar fer maður með STÓRT Eyja- sem og ÍBVhjarta þannig að við Eyjamenn þurfum þar engu að kvíða.

Fh. handknattleiksdeildar ÍBV,

Hlynur Sigmarsson