Handbolti - Fram sigraði í framlengdum leik 31-30

08.apr.2005  20:52
Ótrúlega spennandi einvígi
Úrslitaleikur á sunnudag kl. 17:00
Í kvöld léku strákarnir okkar gegn Fram í átta liða úrslitum DHL deildarinnar og biðu þeir lægri hlut 31-30 eftir framlengdan leik   Það má því með sanni segja að leikir liðana séu hnífjafnir og vart megi sjá hvort liðið muni hafa betur.  Okkar drengir komust aldrei yfir í leiknum og náðu t.d. að jafna í fyrsta skipti í leiknum 27-27 undir lok venjulegs leiktíma.  Það er greinilegt að okkar drengir verða að koma vel grimmir og undirbúnir til oddaleiksins sem verður á sunnudaginn kl. 17:00.
 
Við vorum ekki að spila vel í þessum leik frekar en þeim fyrri, en það verður ekki tekið af Fram að þeir eru að spila vel úr sínum spilum og verðugir andstæðingar okkar drengja.  Við verðum að laga sóknarleikinn hjá okkur fyrir sunnudaginn og skerpa á vörninni sem og baráttunni ef sigur á að vinnast.
 
Markahæstir hjá okkar drengjum voru þeir Samúel Ívar Árnason sem skoraði 12 mörk og Tite Kalandadze sem skoraði 7.  Hjá Fram skoraði Jón Pétursson 14 mörk, Stefán Stefánsson 5 og Hjálmar Vilhjálmsson 5.
 
Roland stóð vaktina að mestu í markinu hjá okkur og varði 22 skot.
 
Á loka sekúndum leiksins lyfti Sigurður Bragason sér upp og átti möguleika á að jafna leikinn en var kippt harkalega niður. Dómararnir sáu brotið ekki og létu tímann renna út. Hægt er að sjá brotið á Halla tíví eða með því að smella hér.
 
 
Oddaleikur og þar með úrslitaleikurinn í rimmu þessara liða verður á sunnudaginn kl. 17:00.  Það er lífsnauðsynlegt að Eyjamenn fjölmenni á þennan leik og að við náum upp góðri stemmingu í húsinu.  Strákarnir verða einnig að girða sig í brók og fara að spila að einhverju viti ef ekki á að fara illa. 
 
 
Staðan í leikhlé í framlengingunni var 30-29.
Þróunin í seinni hálfleik var sem hér segir:
27-27, 27-25, 26-25, 25-22, 24-21, 21-18, 18-17
Staðan í hálfleik var 14-13.
Fram komst m.a. í 12-7 í fyrri hálfleik.