Handbolti - Fullt af nýjum viðtölum komin á Halli-TV

17.mar.2005  11:00
Leikirnir við Hauka og HK ræddir sem og viðtal við Viggó.
Inn á Halli-TV eru komin ný sjónvarpsviðtöl í tilefni leikja okkar stúlkna við Hauka og okkar drengja við HK á laugardaginn.  Það er vonandi að við náum að klæða okkur í sparifötin fyrir þessa leiki og ná upp góðri stemmingu í hópnum sem og á pöllunum í þessum erfiðu leikjum.
 
Við hvetjum ykkur til að kíkja á Halli-TV og undir Viðtölum finnið þið nokkur viðtöl í tilefni leikjanna.  Þar má einnig finna viðtal við Viggó landsliðsþjálfara og Erling undir Yngri flokkar í tilefni veru hans í Eyjum þessa dagana.