Handbolti - Nú mæta allir á leikinn í kvöld-Frítt inn

08.feb.2005  11:54
Í kvöld kl. 19:15 mæta stelpurnar okkar Gróttu/KR í undanúrslitum SS-Bikarsins í handknattleik.  Þetta er einn stærsti leikur tímabilsins og því vonandi að Eyjamenn fjölmenni á leikinn og styðji vel við bakið á stelpunum.  FRÍTT er á leikinn í boði Sparisjóðs Vestmannaeyja.  Þannig að nú er engin afsökun fyrir að mæta ekki á leikinn.
 
Það má búast við mikilli stemmingu á leiknum þar sem stuðningsmenn Gróttu/KR ætla að fjölmenna á leikinn og má búast við á milli 30-40 manns úr þeirra hópi.
 
Það er gríðarlega mikilvægt að við leggjum stelpunum okkar lið í þessum leik og hvetjum þær til sigurs. 
 
Komum stelpunum okkar í úrslitaleikinn.