Yngri flokkar - Fannar Ingi og Tanja fóru í Hæfileikamótun HSÍ

29.maí.2024  17:15

Sl. helgi var hæfileikamótun hjá HSÍ fyrir 2010 árg. ÍBV átti tvo fulltrúa í þessum hóp, þau Fannar Inga Gunnarsson og Tönju Harðardóttur.

Að vanda var boðið uppá frábæra dagskrá fyrir iðkendur. Ásamt krefjandi æfingum var boðið upp á fyrirlestra í styrktarþjálfun og íþróttasálfræði, þar sem meðal annars var farið yfir jákvætt sjálfstal, áræðni, stress og markmiðasetningu. 

ÍBV óskar Fannari Inga og Tönju til hamingju með valið!