Yngri flokkar - Anton Frans í lokahóp U-16. Andri Erlings, Elís Þór og Jason til æfinga með U-18

14.maí.2024  10:14

Landsliðsþjálfarar U-16 og U-18 karla hjá HSÍ hafa valið hópa sína fyrir sumarið.

 

Andri Sigfússon og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa valið Anton Frans Sigurðsson í lokahóp U-16 fyrir æfingaleiki í Færeyjum 1. og 2 júní, æfingar fyrir ferðina fara fram á höfuðborgarsvæðinu.

Heimir Ríkharðsson og Patrekur Jóhannesson hafa valið Andri Erlingsson, Elís Þór Aðalsteinsson og Jason Stefánsson í lokahóp U-18, æfingar fara fram 24.-26. maí á höfuðborgarsvæðinu.

ÍBV óskar þeim innilega til hamingju með valið!