Yngri flokkar - Elísabet Rut á æfingum hjá U15

12.jan.2023  16:30

Elísabet Rut Sigurjónsdóttir er þessa dagana á landsliðsæfingum hjá U15 ára liði Íslands, liðið æfir frá 11. janúar til 13. janúar. Hún hefur leikið vel með yngri flokkum ÍBV síðustu ár.

Elísabet hefur æft mikið með þessu landsliði síðustu mánuði og ár og staðið sig vel, t.a.m. í leikjum á UEFA-móti í Tyrklandi á síðasta ári. 

Magnús Örn Helgason þjálfar íslenska U15 ára landsliðið.