Starf framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags laust til umsóknar

22.des.2020  08:46

Laus er til umsóknar staða framkvæmdastjóra ÍBV íþróttafélags. Framkvæmdastjóri heyrir undir aðalstjórn félagsins og hefur yfirumsjón með daglegum rekstri þess.

Starfsemi ÍBV er margþætt en fyrir utan hið almenna íþróttastarf heldur félagið Þjóðhátíð, tvö stór fótboltamót, tvö handboltamót sem og Þrettándahátíð ár hvert. Nánari upplýsingar um ÍBV má finna á www.ibvsport.is.