Jón Óli þjálfar mfl. kvk. og verður yfirþjálfari

08.feb.2024  13:50

ÍBV hefur ráðið Jón Ólaf Daníelsson til starfa hjá félaginu og mun samningurinn ná til 5 ára. Jón Óli mun taka við þjálfun mfl. kvk í fótbolta ásamt því að vera í þjálfarateymi Hermanns Hreiðarssonar í mfl. kk. Þá hefur unglingaráð ÍBV einnig gert samning við Jón Óla um yfirþjálfun yngri flokka félagsins í fótbolta.

Jón Óli er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu en hann þjálfaði mfl. kvk 2007-2014 og svo aftur 2019 ásamt því að hafa verið yfirþjálfari félagsins.

Við bjóðum Jón Óla velkominn til starfa og óskum honum velfarnaðar í starfi.

Áfram ÍBV!