ÍBV-íþróttafélag og Íslandsbanki framlengja samstarfið

07.feb.2024  16:10

ÍBV-íþróttafélag og Íslandsbanki skrifuðu í dag undir samning um áframhaldandi samstarf. Nýr samningur er til þriggja ára eða til 2026.

Íslandsbanki hefur um árabil stutt myndarlega við bakið á ÍBV og á því verður engin breyting. Samstarf ÍBV og Íslandsbanka  hefur verið farsælt og ánægjulegt um langt skeið og því mikilvægt að halda samstarfinu áfram til að efla félagið í því mikla starfi sem það sinnir.  Samningurinn tekur yfir starfsemi félagsins frá þeim elstu og til þeirra yngstu, þó með aðaláherslu á barna og unglingastarf félagsins en þar verður til sá auður sem ÍBV-íþróttafélag byggir á.

ÍBV-íþróttafélag og Íslandsbanki lýsa yfir ánægju sinni með áframhaldandi samstarf og vilja um leið hvetja alla iðkendur til að stunda íþróttir sínar af alúð og krafti.

Þess má geta að samningurinn var undirritaður í nýjum og glæsilegum þreksal félagsins.