Forsala á Þjóðhátíð 2024

29.feb.2024  14:52

Forsala á Þjóðhátíð 2024.

ÍBV og Þjóðhátíðarnefnd vekja athygli á því að forsala miða á Þjóðhátíð 2024 hefst á morgun, föstudag 1. mars klukkan 10:00. 

Miðasala fer fram á vefsvæði Þjóðhátíðar, www.dalurinn.is og um leið opnar Herjólfur fyrir bókanir dagana 1.-6. ágúst, hátíðin verður sett föstudaginn 2. ágúst í Herjólfsdal.

Hátíðin í ár er afar merkileg fyrir þær sakir að nú eru liðin 150 ár frá því að við héldum okkar fyrstu hátíð árið 1874. Það er því óhætt að segja að það vill enginn missa af hátíðinni í ár sem verður með enn glæsilegra sniði.

Hér má sjá siglingaáætlun Herjólfs yfir verslunarmannahelgina. Verðskrá hátíðarinnar og helstu upplýsingar má svo nálgast á www.dalurinn.is

 

Ég veit þú kemur, þar sem hjartað slær, því lífið er yndislegt.