Handbolti - Handboltaskóli ÍBV

14.des.2020  11:34
Handknattleiksdeild ÍBV stendur fyrir handboltaskóla í samstarfi við Krónuna og Vestmannaeyjabæ!
 
Skólinn verður dagana 28.-30.desember og er fyrir krakka í 3.-8.bekk. Hópnum verður skipt í tvennt, 3.-5.bekkur verða saman og 6.-8.bekkur saman.
 
Skólinn samanstendur af 6 æfingum fyrir báða aldurshópana, 2 á dag, ásamt því að 1 fyrirlestur verður fyrir eldri hópinn.
 
3.-5.bekkur
 
Dagur 1-3:
Æfing 1 kl.10:30-12:00 - Allir fara heim í mat - Æfing 2 kl.13:00-14:00
 
6.-8.bekkur
 
Dagur 1 og 3:
Æfing 1 kl.9:00-10:30 - Sturta +hressing - Hádegismatur kl.11:30 - Æfing 2 kl.14:00-15:00
Dagur 2:
Æfing 1 kl.9:00-10:30 - Sturta+hressing og fyrirlestur kl.11:00 - Hádegismatur kl.12:00 - Æfing 2 kl.14:00-15:00
 
Í lok námskeiðs verður pizzuveisla fyrir alla, allir þáttakendur fá bol merktan námskeiðinu og svo verður happdrætti með skemmtilegum vinningum.
 
Þáttökugjald er 1.500 kr.- fyrir yngri hópinn en 3.000 kr.- fyrir eldri hópinn.
 
Skráning verður í gangi fram að jólum. Hægt verður að skrá sig í gegnum skráningarformið hér fyrir neðan og hjá þjálfurum ÍBV.
 
https://forms.gle/ZfTEHJAPzjG8Bq3KA