Handbolti - Ívar Logi skrifar undir nýjan samning

06.júl.2020  10:03

Ívar Logi Styrmisson hefur gert nýjan þriggja ára samning við ÍBV.

Ívar er uppalinn Eyjapeyi sem hefur leikið með U-liði félagsins og meistaraflokki síðustu ár. Hann fékk þónokkur tækifæri með aðalliðinu síðasta vetur og stóð sig með mikilli prýði. Við erum ánægð að hafa tryggt okkur krafta hans áfram og hlökkum til áframhaldandi samstarfs!

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!