Handbolti - Sigtryggur Daði Rúnarsson til ÍBV!

12.maí.2020  08:11

ÍBV hefur gengið frá þriggja ára samningi við Sigtrygg Daða Rúnarsson!

Sigtryggur leikur með miðjumaður og skytta en hann er fæddur 1996.

Sigtryggur kemur til okkar frá  Vfl Lübeck-Schwartau í Þýskalandi en hann hefur leikið í Þýskalandi allan sinn meistaraflokksferil. Hann lék síðast á Íslandi með 4. flokki Þórs á Akureyri, þar sem hann er uppalinn.

Sigtryggur lék með EHV Aue og HBW Balingen-Weilstetten áður en hann gekk til liðs við Lübeck sem hann lék með síðasta. Hann hefur jafnframt leikið þónokkuð af leikjum fyrir yngri landslið Íslands síðustu ár.

Við bjóðum Sigtrygg hjartanlega velkominn til Eyja og hlökkum mikið til samstarfsins!