Handbolti - Sunna og Fannar áfram hjá ÍBV

27.feb.2020  21:03

Í dag undirrituðu Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson nýja samninga við ÍBV.

Bæði gera þau samning til tveggja ára en þau hafa verið hjá ÍBV síðast liðin 2 tímabil.

Sunna og Fannar hafa verið í lykilhlutverkum hjá liðunum okkar og er því gleðilegt og ekki síður mikilvægt fyrir félagið að tryggja sér krafta þeirra áfram.

Við hlökkum til að starfa áfram með þeim og erum þakklát fyrir að hafa þau áfram í Eyjum.

Áfram ÍBV

Alltaf, alls staðar!