Yngri flokkar - Fjórar frá ÍBV í hæfileikamót KSÍ

18.sep.2018  15:58

Þær Helena Jónsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Thelma Sól Óðinsdóttir og Þóra Björg Stefánsdóttir hafa verið valdar til að taka þátt í Hæfileikamóti N1 og KSÍ fyrir stúlkur sem fer fram í Kórnum 29.-30. september nk. Mótið er fyrir árgangana 2004 og 2005, en aðaláherslan er á 2004 árganginn.

Mótið er undirbúningur fyrir val á U15 sem hefur æfingar strax í október.

 

ÍBV óskar þessum ungu og efnilega stúlkum til hamingju með valið.