Handbolti - Final 4 framundan

14.feb.2018  16:30

Kvenna og karlalið ÍBV keppa í Final 4

Strákarnir í handboltaliðinu tryggðu sig glæsilega í Final 4 í gærkvöldi með stórsigri gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.

Þeir fylgdu þar eftir stelpunum og munu því bæði lið keppa í Final 4 sem fram fer í Laugardalshöllinni 8. - 10. mars

Í hádeginu var dregið til undanúrslita og fengu bæði lið verðuga andstæðinga stelpurnar mæta liði Fram og strákarnir mæta Haukum.

Kvennaleikurinn fer fram 8. mars og karlaleikurinn 9. mars. Komist liðin í úrslit að þá fara úrslitaviðureignirnar fram 10. mars.

Í hinum undanúrslitaleikjunum mætast hjá kvenfólkinu KA/Þór og Haukar og hjá körlunum Selfoss og Fram.