Handbolti - Gunnar Magnússon ráðin þjálfari ÍBV

02.júl.2013  12:04
 ÍBV hefur gengið frá 3 ára samning við Gunnar Magnússon um að þjálfa meistara-og 2.flokk félagsins. Hann mun starfa samhliða Arnari Péturssyni. 
 
Gunnari er ætlað að fylla skarð Erlings Richardssonar sem söðlaði um og heldur til Austurríkis næsta tímabil. Gunnar mun þar af leiðandi sjá um handboltahluta akademíunnar næstu 3 ár. 
 
ÍBV er gífurlega ánægt með að hafa náð í Gunnar sem er starfandi aðstoðamaður Arons Kristjánssonar með A-landslið Íslands og hefur starfað við landsliðið í nokkur ár, hann er td einn af silfurdrengjum Íslands og var með liðinu sem náði í brons á evrópumótinu 2009.
 
Stjórn handknattleiksdeilar ÍBV býður Gunnar velkomin til starfa og vonar að tími hans á Eyjunni fögru muni vera skemmtilegur.